Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   mán 09. mars 2015 15:46
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Dagný Brynjars: Skoða framtíðina um páskana
Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir gekk í raðir Bayern München fyrr á þessu ári en hún gekk í raðir félagsins frá Florida State University. Dagný er nú stödd með landsliðinu á Algarve en Fótbolti.net heyrði í henni í útvarpsþættinum á laugardag.

Þar var hún meðal annars spurð út í gæðin í háskólaboltanum.

„Mér finnst töluvert meiri gæði í háskólaboltanum en hér heima. Ég er sterklega að mæla með því fyrir yngri stelpur að fara út. Sérstaklega ef þær geta farið í góðan skóla. Þær eru hraðari, sterkari, betri sendinga- og skotmenn. Það sem skiptir mestu máli er að það eru fleiri góðar stelpur í liðunum," segir Dagný.

Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliði Wolfsburg. Dagný segir þó meiri áhuga á kvennafótbolta í Bandaríkjunum en Þýskalandi.

„Það eru þvílík gæði í fótboltanum í Þýskaland og landsliðsleikmenn í öllum stöðum. Boltinn er hraður en ég bjóst reyndar við því að það væru fleiri áhorfendur á leikjum í deildinni. Í Bandaríkjunum er áhuginn á kvennaboltanum meiri og fleiri mæta á völlinn."

Samningur hennar við Bayern er út tímabilið en hún segist ekki reikna með að vera á heimleið í Pepsi-deildina.

„Það er ekki planið. Ég ætla að skoða það um páskana hvað ég ætla að gera næst. Það er ekki búið að bjóða mér nýjan samning ennþá en það kemur bara í ljós."

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner