Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 17. mars 2015 16:08
Elvar Geir Magnússon
Kristján Flóki í Breiðablik (Staðfest)
Kristján Flóki í leik með FH.
Kristján Flóki í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn efnilegi Kristján Flóki Finnbogason hefur skrifað undir þriggja ára samning við Breiðablik og spilar með liðinu í Pepsi-deildinni.

Þetta kemur fram á vefsíðunni blikar.is.

Kristján Flóki, sem er uppalinn FH-ingur, hefur að undanförnu verið á mála hjá danska stórliðinu FC Köbenhavn.

Kristján Flóki er af hinum sterka 1995 árgangi og er því tvítugur að aldri. Hann er öflugur framherji sem hefur leikið 31 landsleik með yngri landsliðum Íslands og skorað í þeim 8 mörk.

„Knattspyrnudeild Breiðabliks fagnar komu þessa efnilega leikmanna og bindur miklar vonir við að hann smelli vel inn í híð léttleikandi Blikalið í sumar," segir í tilkynningu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner