Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 26. mars 2015 22:23
Daníel Freyr Jónsson
Patrick Berger átti bókað með vélinni sem fórst
Patrick Berger í leik með Liverpool.
Patrick Berger í leik með Liverpool.
Mynd: Getty Images
150 manns af ýmsum þjóðernum létust í slysinu.
150 manns af ýmsum þjóðernum létust í slysinu.
Mynd: EPA
Tékkinn Patrick Berger, fyrrum leikmaður Liverpool, átti bókaðan flugmiða frá Barcelona til Dusseldorf með flugvél Germanwings sem fórst í frönsku Ölpunum á þriðjudag.

Frá þessu hefur verið greint í fölmiðlum í Evrópu í kvöld, en Berger skipti um skoðun og hætti við að fljúga stuttu fyrir brottför.

Samkvæmt heimildum er Berger í gríðarlegu áfalli og hefur enn ekki viljað taka annað flug frá Barcelona. Þá hefur verið hætt við góðgeraleik sem hann átti að taka þátt í í Armeníu.

150 manns fórust með vélinni, en allt bendir til þess að annar flugmaður hennar hafi brotlent vélinni vísvitandi.

Berger er 41 árs gamall og lék hann með Liverpool á árunum 1996 til 2003. Spilaði hann yfir 200 leiki með félaginu, auk þess sem hann lék 42 leiki með Tékkneska landsliðinu á ferli sínum.


Athugasemdir
banner
banner