Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. mars 2015 22:55
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Mirror 
Daniel Sturridge frá í mánuð?
Daniel Sturridge missti af fyrri helming tímabilsins vegna meiðsla.
Daniel Sturridge missti af fyrri helming tímabilsins vegna meiðsla.
Mynd: EPA
Daniel Sturridge, framherji Liverpool, mun eyða næsta mánuðinum utan vallar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í tapi liðsins gegn Manchester United um síðustu helgi.

Sturridge dró sig í vikunni úr landsliðshópi Englendinga vegna meiðslanna, en samkvæmt heimildum Mirror hafa nýjar rannsóknir á meiðslunum ekki komið vel út.

Sturridge er að glíma við meiðsli í mjöðm og verður hann fjarri í mánuð sökum þess.

Er þetta gríðarlegt áfall fyrir Liverpool og er ljóst að leikurinn gegn United gæti reynst afar afdrifaríkur fyrir Liverpool þegar uppi er staðið.

Liðið hafði fyrir leikinn verið á blússandi siglingu og var að blanda sér í Meistaradeildarbaráttuna á ný. Nú eru hinsvegar fimm stig í 4. sætið þegar átta umferðir eru óleiknar.

Þá eru þeir Steven Gerrard og Martin Skrtel báðir komnir í þriggja leikja bann fyrir að traðka á leikmönnum United í leiknum, auk þess sem Adam Lallana og Raheem Sterling eru báðir að gíma meiðsli eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner