Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 27. mars 2015 14:26
Magnús Már Einarsson
Hilmar Rafn í ÍH (Staðfest)
Hilmar Rafn Emilsson.
Hilmar Rafn Emilsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍH hefur fengið liðsstyrk fyrir 4. deildina í sumar en sóknarmaðurinn Hilmar Rafn Emilsson er kominn til félagsins frá Haukum.

Hilmar hefur leikið með Haukum allan sinn feril fyrir utan sumarið 2012 þegar hann lék með Val.

,,Hilmar er fjölhæfur leikmaður sem getur brugðið sér í flestar stöður líkt og bróðir hans og nú liðsfélagi Jón Hjörtur Emilsson hefur einnig verið þekktur fyrir," segir á Facebook síðu ÍH.

,,Er hann þó líklegast þekktastur fyrir frammistöðu sína framarlega á vellinum þar sem hann hefur verið ófeiminn við að finna netmöskva andstæðingsins! Við fögnum komu Hilmars og hlökkum til að leika með honum í sumar!"

Samtals hefur Hilmar skorað 57 mörk í 158 leikjum á ferli sínum en í fyrra skoraði hann 9 mörk í 14 leikjum í 1. deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner