Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. mars 2015 15:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Landsliðsþema í útvarpinu á morgun
Theodór Elmar verður á línunni.
Theodór Elmar verður á línunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsleikur Kasakstan og Íslands verður í brennidepli í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 97,7 milli klukkan 12 og 14 á morgun.

Theodór Elmar Bjarnason verður á línunni en hann missir af leiknum á morgun vegna meiðsla eftir að hafa byrjað alla leiki Íslands til þessa í undankeppninni.

Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson stýra þættinum á morgun og þeir munu ásamt Magnúsi Má Einarssyni rýna í landsleikinn og skoða byrjunarliðið fyrir leik.

Þá verður heyrt í Elvari Geir Magnússyni sem er staddur út í Kasakstan.

Einnig verður farið yfir helstu fréttir vikunnar í fótboltanum og meðal annars félagaskipti Kristjáns Flóka Finnbogasonar í FH.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins á morgun eru Tómas Þór Þórðarson og Benedikt Bóas Hinriksson. Hægt er að finna þá á Twitter undir @tomthordarson og @benediktboas.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner