Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. mars 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Verður viðburðaríkt fyrstu 20 mínúturnar
Icelandair
Kristján Guðmundsson býst við fjöri í byrjun leiks.
Kristján Guðmundsson býst við fjöri í byrjun leiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Kasakstan í undankeppni EM klukkan 15:00 í dag. Kasakar sitja í 138. sæti á heimslista FIFA en þeir eru með eitt stig eftir fjóra leiki í undankeppninni. Öll fjögur mörk Kasakstan hafa komið eftir föst leikatriði en þeir leggja mikið upp úr þeim.

,,Þeir stíla mikið upp á það að komast sem fyrst í þá stöðu. Það hefur verið skorað mikið á fyrstu 20 mínútunum í leikjum hjá þeim undanfarið. Þeir fara oft mjög hátt á völlinn í byrjun leiks til að skora mark. Ég býst við að þetta verði viðburðaríkt fyrstu 20 mínúturnar og það gæti komið mark þá,“ sagði Kristján Guðmundsson um lið Kasakstan í sjónvarpsþætti Fótbolta.net í fyrradag.

,,Þeir eru ekkert sérstaklega skipulagðir og þeir eru ekkert sérstaklega góðir að verjast föstum leikatriðum. Þegar þeir eru búnir að skalla frá þá er liðið þeirra í uppnámi þegar boltinn kemur aftur inn á teginn. Þeir fá á sig mörk fyrir utan teig því að þeir eru óskipulagðir þar. Ég held að við skorum 1-2 mörk þarna úti og þá lifum við af að fá okkur eitt mark úr horni."

Guðjón Guðmundsson vill meina að íslenska liðið verði að ná marki sem fyrst í leiknum í dag.

,,Við þurfum að skora á undan og taka leikinn yfir strax frá byrjun. Ég er sannfærður um að íslenska liðið mun ná að klára leikinn ef það gerist. Þetta verður samt erfiðara en menn halda."

Sigurbjörn Hreiðarsson var einnig á meðal gesta í sjónvarpsþættinum á fimmtudag en hann er brattur fyrir leikinn í dag.

,,Þetta verður erfitt en ég hef trú á sigri okkar manna. Það er þannig ára yfir liðinu og undirbúningurinn var algjör klassi. Ég held að við vinnum þennan leik 3-1 eða 3-0," sagði Sigurbjörn.

Smelltu hér til að horfa á sjónvarpsþáttinn
Athugasemdir
banner
banner
banner