banner
   lau 28. mars 2015 08:00
Alexander Freyr Tamimi
Sterling og Welbeck ekki með gegn Ítölum vegna meiðsla
Sterling er tæpur fyrir leikinn gegn Ítölum.
Sterling er tæpur fyrir leikinn gegn Ítölum.
Mynd: Getty Images
Þeir Raheem Sterling og Danny Welbeck munu að öllum líkindum missa af vináttulandsleik Englands gegn Ítalíu á þriðjudag eftir að hafa meiðst í 4-0 sigri liðsins gegn Litháen í gærkvöldi.

Sóknarmennirnir skoruðu báðir í þessum þægilega sigri Englendinga í undankeppni EM 2016 en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson býst ekki við að geta notið krafta þeirra eftir helgi.

,,Þeirra verður beggja saknað. Ég vissi alltaf að Raheem Sterling var að bíða eftir að fá sprautu í tána - hann hefur verið að spila meiddur í talsverðan tíma," sagði Hodgson við ITV.

,,Hann stendur sig virkilega vel þrátt fyrir meiðslin en ég vissi að hann þyrfti sprautuna. En ég var sammála honum og Brendan Rodgers um að hann ætti að spila þennan mikilvæga leik, en að hann myndi fá sprautuna."

,,Ef við erum óheppnir munum við missa bæði hann og Welbeck, sem er svekkjandi. Ekki bara því þeir spiluðu vel, heldur því þeir eru mikilvægir hlutar af okkar leikskipulagi."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner