banner
   lau 28. mars 2015 11:00
Arnar Geir Halldórsson
Adebayor og Rob Green á leið til Chelsea
Powerade
Adebayor er orðaður við Chelsea
Adebayor er orðaður við Chelsea
Mynd: Getty Images
Immobile er á förum frá Dortmund
Immobile er á förum frá Dortmund
Mynd: Getty Images
Ensku blöðin gefa ekkert eftir í slúðrinu þrátt fyrir landsleikjahlé. BBC tók saman.



Ítalíumeistarar Juventus ætla sér að kaupa Edin Dzeko frá Man City í sumar og eru að undirbúa 15 milljón punda tilboð í þennan 29 ára Bosníumann. (Daily Mirror)

Chelsea skoðar möguleikann á að fá hinn 31 árs Emmanuel Adebayor til að taka stöðu Didier Drogba á bekknum. (Daily Express)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að félagið hafi hafið samningaviðræður við Theo Walcott, þrátt fyrir að leikmaðurinn hafi gefið annað í skyn á Twitter síðu sinni. (London Evening Standard)

Liverpool fær samkeppni frá AC Milan um Ciro Immobile, sóknarmann Dortmund, en hann er talinn kosta um 13 milljónir punda. (Talksport)

Borussia Mönchengladbach er á höttunum eftir Danny Ings, sóknarmanni Burnley, en samningur hans við Burnley rennur út næsta sumar og hefur þessi 22 ára Englendingur verið orðaður við lið um alla Evrópu. (London Evening Standard)

Phil Jones og Chris Smalling, varnarmenn Man Utd, gætu yfirgefið félagið en Man Utd hefur enn ekki hafið samningaviðræður við kappana. (Daily Mail)

Charlie Austin, sóknarmaður QPR, er orðaður við Crystal Palace en hann er talinn falur fyrir 8 milljónir punda. (Daily Mirror)

Annar leikmaður QPR, Rob Green, gæti verið á leiðinni til Chelsea fyrir tvær milljónir punda. (Daily Express)

Arsenal og Roma eru líklegust til að hreppa Petr Cech í sumar en hann mun yfirgefa Stamford Bridge. (Daily Telegraph)

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner