Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. mars 2015 14:55
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar: Tíu Valsarar lögðu Þór
Patrick Pedersen kom Valsmönnum á bragðið
Patrick Pedersen kom Valsmönnum á bragðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 3-2 Þór
1-0 Patrick Pedersen ('2)
2-0 Andri Adolphsson(´7)
2-1 Kristinn Þór Rósbergsson('36)
3-1 Haukur Ásberg Hilmarsson? (´46)
3-2 Jóhann Helgi Hannesson ('75)
Rautt spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (´21)

Nú er nýlokið leik Vals og Þórs í Lengjubikarnum en liðin áttust við í Egilshöll.

Þórsarar mættu hálf vankaðir til leiks og voru lentir 2-0 undir eftir sjö mínútna leik. Á 21.mínútu fékk Kristinn Freyr Sigurðsson beint rautt spjald og í kjölfarið lifnaði aðeins yfir gestunum. Kristinn Þór Rósbergsson minnkaði muninn eftir rúmlega hálftíma leik.

Þórsarar byrjuðu seinni hálfleikinn hreint ekki betur en þann fyrri því eftir aðeins nokkrar sekúndur í seinni hálfleik skoraði varamaðurinn Haukur Ásberg Hilmarsson fyrir Val og staðan orðin 3-1.

Markavélin Jóhann Helgi Hannesson minnkaði muninn fyrir gestina á 75.mínútu og reyndu Þórsarar hvað þeir gátu að jafna leikinn á lokamínútunum. Það tókst þeim ekki og lokatölur 3-2 fyrir Val.
Athugasemdir
banner
banner