Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. mars 2015 14:50
Arnar Geir Halldórsson
Lengjubikar kvenna: ÍBV vann Þór/KA í níu marka leik
Eyjastúlkur voru á skotskónum í dag
Eyjastúlkur voru á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 5-4 Þór/KA
1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (´6)
1-1 Anna Rakel Pétursdóttir (´14)
2-1 Chloe Lacasse (´24)
3-1 Shaneka Gordon (´39)
4-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('56)
4-2 Andrea Mist Pálsdóttir (´57)
5-2 Natasha Anasi ('73)
5-3 Margrét Árnadóttir ('81)
5-4 Margrét Árnadóttir (´88)

ÍBV og Þór/KA áttust við í Akraneshöllinni í dag í A-deild Lengjubikars kvenna.

Leikurinn var fjörugur frá upphafi til enda en Eyjastúlkur höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 3-1 þegar flautað var til leikhlés.

Sigríður Lára Garðarsdóttir kom ÍBV í 4-1 á 56.mínútu en nokkrum sekúndum síðar minnkaði Andrea Mist Pálsdóttir muninn fyrir Akureyrarliðið. Natasha Anashi skoraði svo fyrir ÍBV á 73.mínútu og staðan orðin 5-2.

Þór/KA voru ekki tilbúnar að gefast upp og Margrét Árnadóttir sem kom inná sem varamaður skoraði tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Nær komust þær þó ekki og lokatölur 5-4 fyrir ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner