Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
banner
   lau 28. mars 2015 17:55
Elvar Geir Magnússon
Heimir Hallgríms: Tólfan fær sér einn öllara í kvöld
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það var fagmannlegt að klára þetta 3-0. Við vorum samt svolítið heppnir á köflum, sérstaklega í föstum leikatriðum," sagði Heimir Hallgrímsson annar af landsliðsþjálfurum Íslands eftir 3-0 sigur í Kasakstan í dag.

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrsta markið í leiknum í endurkomu sinni í landsliðið.

,,Fyrsta markið var game-changer. Þeir voru ef eitthvað var betri í byrjuu en við fengum gefins mark frá þeim. Léleg sending sem Jói stal og kom honum á Eið Smára. Við vorum heppnir hvernig þetta byrjaði en eftir það var þetta allt auðveldara fyrir okkur," sagði Heimir sem var ánægður með Eið í leiknum.

,,Auðvitað er alltaf áhætta að breyta þegar menn eru farnir að þekkja hvorn annan. Okkur fannst þessi leikur vera þannig að það væri gott að hafa einn rólegan með boltann sem gat róað spilið og fundið hlaupara."

,,Við settum Jóa Berg inn, hann er hlaupari og góður gervigras spilari. Hann stóð sig mjög vel og var mjög ógnandi. Ég veit að hann er drullusvekktur að hafa ekki skorað mark. Mér fannst breytingarnar heppnast nokkuð vel."


Íslenska þjóðin fylgdist spennt með gangi mála í dag og spenna er fyrir næsta leik í undankeppninni, gegn Tékkum á Laugardalsvelli í júní.

,,Það er leikur við Tékka í júní og nú fara menn að gíra sig upp. Tólfan fær sér einn öllara í kvöld og síðan gíra menn sig upp í þann leik. Við vorum ekki ánægðir með frammistöðuna okkar í Tékklandi og við viljum bæta það upp og endurheimta fyrsta sætið. Við fáum tækifæri til þess í júní," sagði Heimir.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner