Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 30. mars 2015 13:16
Brynjar Ingi Erluson
Barnes: Erfitt að komast aftur í þjálfun þar sem ég er svartur
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
John Barnes, fyrrum leikmaður Liverpool- og enska landsliðsins, segist eiga í erfiðleikum með að komast aftur í þjálfun í fótboltanum en ástæðan ku vera húðlitur hans.

Barnes hefur þjálfað þrjú lið á ferli sínum en hann hefur þjálfað Glasgow Celtic og Tranmere Rovers auk þess sem hann þjálfaði Jamaíka.

Hann hefur ekki verið í þjálfun frá árinu 2009 er hann stýrði Tranmere en hann var í fjóra mánuði hjá félaginu.

Þessi fyrrum framherji enska landsliðsins segist eiga í erfiðleikum með að fá annað starf þar sem hann er svartur.

,,Hvítur stjóri missir starf sitt og fær annað starf. Það eru fáir svartir stjórar sem missa starf sitt og fá strax annað starf," segir Barnes í þættinum, Sports Life Stories, sem hefst á morgun á ITV.

,,Ég get dæmt þetta útfrá samfélaginu sem við búum í. Hvað er mikið af svörtu fólki í efri stéttum samfélagsins? Við getum talað um blaðamennsu, pólitík og af hverju ætti því fótbolti að vera eitthvað öðruvísi?" sagði Barnes og spurði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner