Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 30. mars 2015 22:00
Hafliði Breiðfjörð
Leiknir með Spánverja á reynslu
Freyr og Davíð Snorri þjálfarar Leiknis ætla að styrkja lið sitt frekar og eru að skoða spænskan bakvörð.
Freyr og Davíð Snorri þjálfarar Leiknis ætla að styrkja lið sitt frekar og eru að skoða spænskan bakvörð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir hefur fengið spænska vinstri bakvörðinn Oscar Reyes til sín á reynslu en hann spilaði með liðinu í æfingaleik gegn Þrótti í kvöld.

Oscar er 27 ára gamall en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Valletta FC í úrvalsdeildinni á Möltu.

Oscar lék með unglingaliðum Espanyol og Real Madrid en hann var á sínum tíma í U16, U17, U18 og U19 ára landsliði Spánar.

Eftir að hafa leikið með B-liði Espanyol, Badalona CF og UE Rubi í spænsku neðri deildunum fór Oscar til Ekranas í úrvalsdeildinni í Lithaén árið 2013. Þaðan fór hann svo til Valletta.

Leiknismenn hafa verið í leit að vinstri bakverði í vetur en áður höfðu Charley Fomen og Michael Hoganson komið til félagsins á reynslu án þess að fá samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner