Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 31. mars 2015 14:57
Brynjar Ingi Erluson
,,Fallið frá kærum og þið fáið deildartitlana ykkar aftur"
Mynd: Getty Images
Carlo Tavecchio, forseti ítalska knattspyrnusambandsins, segist ætla að skoða þann möguleika á að gefa Juventus þá tvo titla sem félagið var svipt í kringum Calciopoli-skandalinn ef félagið fellur frá kærum.

Það muna flestir eftir Calciopoli-skandalnum en Juventus var þá fellt niður í Seríu B og svipt tveimur deildartitlum þar sem Luciano Moggi, þáverandi framkvæmdastjóri Juventus, var sakaður um að hafa hagrætt úrslitum með dómurum deildarinnar.

Fyrir nokkrum dögum síðan lauk Calciopoli-skandalnum þar sem Moggi var sýknaður af öllum kærum þar sem sönnunargögnin voru ekki fullnægjandi. Juventus hefur í kjölfarið kært ítalska knattspyrnusambandið og fer fram á 443 milljónir evra í skaðabætur.

Einn titilinn var tekinn af Juventus og vann ekkert lið þann titil en Inter vann hinn titilinn eftir að hafa hafnað í þriðja sæti deildarinnar.

,,Juventus verður að fella niður kæruna og þá getum við opnað þá umræðu um að gefa félaginu þessa tvo deildartitla á ný. Við skiljum það mætavel að þegar þú vinnur deildarititilinn á vellinum þá á maður rétt á honum," sagði Tavecchio.

,,Við skulum sjá hvort við getum ekki gefið þeim titlana aftur en það sem skiptir mestu núna er að loka skaðabótamálinu. Þetta skaðabótamál myndi setja ítalska knattspyrnusambandið á hausinn," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner