Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. september 2004 22:43
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn ekki með Grindavík í lokaumferðinni?
Þorsteinn hitar upp.
Þorsteinn hitar upp.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Jóhannson
Við hér á Fótbolti.net hittum Þorsteinn Bjarnason markvörð Grindvíkina að máli eftir 4-3 sigurleik liðsins gegn Keflvíkingum í dag en Þorsteinn sem að er 47 ára bætti sitt eigið met í dag með því að vera elsti leikmaður efstu deildar. Þorsteinn sem að er fyrrum leikmaður Keflvíkinga sagði eftir leikinn að honum liði mjög vel, honum liði alltaf vel eftir fótbolta.

Hann sagðist aðspurður telja það ólíklegt að hann spili seinasta leik Grindvíkinga í deildinni gegn Víking.R um næstu helgi þar sem að liðið er þegar búið að tryggja veru sína í efstu deild að ári. Því er líklegt að annaðhvort hinn 17 ára Hjörtur Pálsson eða hinn 15 ára Óskar Pétursson muni standa á milli stanganna hjá Grindavík í næsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner