Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 18. apríl 2015 16:00
Hafliði Breiðfjörð
England: Leicester úr botnsætinu með sigri á Swansea
Stuðningsmenn Leicester voru vongóðir í dag og sér í lagi eftir að flautað var til leiks í 2-0 sigri á Swansea.
Stuðningsmenn Leicester voru vongóðir í dag og sér í lagi eftir að flautað var til leiks í 2-0 sigri á Swansea.
Mynd: Getty Images
Ashley Barnes fær að líta heimskulegt rautt spjald gegn Everton. Burnley tapaði leiknum og fór í fallsætið.
Ashley Barnes fær að líta heimskulegt rautt spjald gegn Everton. Burnley tapaði leiknum og fór í fallsætið.
Mynd: Getty Images
Leicester City vann sigur úr botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með því að vinna 2-0 sigur á Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum hans í Swansea. Liðið er reyndar enn í fallsæti, því þriðja neðsta en sigurinn gríðarlega mikilvægur í baráttu liðsins fyrir sæti sínu.

Everton vann góðan sigur á Burnley sem þó þurfti að hafa fyrir. Ross Barkley misnotaði vítaspyrnu eftir 11 mínútur en Kevin Mirallas skoraði sigurmarkið eftir hálftíma leik. Burnley fór við tapið í neðsta sæti deildarinnar en liðið var manni færri allan síðari hálfleikinn eftir að Ashley Barnes fékk að líta sitt annað gula spjald í lok þess fyrri fyrir tilgangslaust brot á miðlínunni.

Þá vann WBA mikilvægan sigur á Crystal Palace og Stoke City vann Southampton með marki Charlie Adam seint í leiknum.

Crystal Palace 0 - 2 West Brom
0-1 James Morrison ('2 )
0-2 Craig Gardner ('53 )

Everton 1 - 0 Burnley
0-0 Ross Barkley ('11 , Misnotað víti)
1-0 Kevin Mirallas ('29 )
Rautt spjald:Ashley Barnes, Burnley ('45)

Leicester City 2 - 0 Swansea
1-0 Leonardo Ulloa ('15 )
2-0 Andy King ('89 )

Stoke City 2 - 1 Southampton
0-1 Morgan Schneiderlin ('22 )
1-1 Mame Diouf ('47 )
2-1 Charlie Adam ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner