Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 18. apríl 2015 19:43
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Extra pirraður Van Gaal: Skiptir engu hvað mér finnst
Louis Van Gaal var extra pirraður eftir leik og við gerum ráð fyrir að hann fari ekki út að borða á Wings í kvöld eins og hann gerði eftir sigurinn á Man City um síðustu helgi.
Louis Van Gaal var extra pirraður eftir leik og við gerum ráð fyrir að hann fari ekki út að borða á Wings í kvöld eins og hann gerði eftir sigurinn á Man City um síðustu helgi.
Mynd: EPA
,,Mér finnst það ekki skipta neinu máli hvað mér finnst," sagði Louis van Gaal knattspyrnustjóri Manchester United eftir 1-0 tap gegn Chelsea á Stamford Bridge í dag aðspurður hvort honum þætti hann óheppinn. Hann var sérlega pirraður í viðtalinu við BBC eftir leikinn.

Hann var svo spurður hvort hann teldi að hans menn hafi átt að fá meira út úr leiknum miðað við hvað þeir höfðu boltann mikið og voru lengi á vallarhelmingi Chelsea.

,,Í fótboltanum telja bara mörkin og þeir skoruðu eitt mark. Gegn Crystal Palace gerðu þeir það á 90. mínútu svo þeir gerðu það betur í dag."

Ertu pirraður?

,,Ég er ekki pirraður, ég er mjög stoltur af liðinu mínu. Afhverju þarf ég að vera pirraður, við spiluðum okkar besta leik á tímabilinu."

Meturðu frammistöðu liðsins þannig?

,,Já gerir þú það ekki?

Ég hef bara áhuga á því hvernig þú sérð það.

,,Það er gott að þú hefur áhuga."

Þú breyttir nokkrum hlutum í dag því þú varðst að gera það. Virkaði það eins og þú ætlaðir þér, með Wayne Rooney aftur á miðjunni?

,,Þegar ég segi að við höfum spilað besta leikinn okkar þá er þetta heimskuleg spurning finnst mér."

Hvað með atvikið í lokin, áttuð þið að fá víti?

,,Ef þú vilt fara að meta dómarann þá þarftu líka að meta fyrsta markið. Að mínu mati er það aðalákvörðun dómarans."

Ertu að meina að kannski hafi verið brotið á Falcao?

,,Kannski getur þú horft á þetta í sjónvarpinu, endursýninguna."

Svo þú telur að kannski hafi verið brotið á Falcao?

,,Svo þú veist af því. Allt í lagi."

Smelltu hér til að sjá viðtalið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner