sun 19. apríl 2015 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Insidespanishfootball 
Ronaldo fyrstur til að skora 50 fimm ár í röð
Ronaldo fagnar fimmtugasta markinu á tímabilinu í gær.
Ronaldo fagnar fimmtugasta markinu á tímabilinu í gær.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo varð í gær fyrsti leikmaðurinn til að skora 50 mörk eða fleiri í fimm leiktíðir í röð í spænsku deildinni.

Ronaldo skoraði þriðja mark Real í uppbótartíma þegar liðið vann 3-1 sigur á Malaga í gærkvöldi og komst þar með í sögubækurnar.

Þetta varð hans 50. mark á tímabilinu en hann var búinn að klúðra vítaspyrnu í leiknum.

Síðan hann kom til Real Madrid sumarið 2009 en hann skoraði 53 mörk tímabilið 2010-2011, 60 tímabilið 2011-2012, 55 2012-2013, 51 2013-2014 og er kominn í 50 núna þegar nokkrir leikir eru eftir af tímabilinu.

Hann hefur tvisvar fengið gullbolta Evrópu, árin sem hann skoraði 55 og 51 mark en hann keppir við Lionel Messi núna eins og undanfarin ár um þessi verðlaun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner