sun 19. apríl 2015 08:00
Hafliði Breiðfjörð
Fimmtugur Salih Heimir spilaði með KFG
Salih Heimir kemur inná í leiknum á föstudaginn. Forseti félagsins, Lárus Guðmundsson stýrði af bekknum á meðan.
Salih Heimir kemur inná í leiknum á föstudaginn. Forseti félagsins, Lárus Guðmundsson stýrði af bekknum á meðan.
Mynd: Þorsteinn Ólafs
Fótboltaáhuginn minnkar ekkert hjá Salih Heimi Porca þó hann verði fimmtugur á árinu en hann kom inná með liði KFG gegn KB í Lengjubikarnum á föstudagskvöldið.

,,Þetta var rosalega gaman," sagði Salih Heimir í stuttu spjalli við Fótbolta.net en hann kom inná þegar stundarfjórðungur var eftir en þá var staðan 6-0 fyrir hans menn í KFG.

Salih Heimir er sjálfur þjálfari liðsins en þegar hann fór á völlinn þurfti Lárus Guðmundsson forseti félagsins sem gárungarnir kalla Berlusconi að taka við stjórnartaumunum.

,,Mér finnst gaman að spila og tek þátt á æfingum liðsins til að halda mér í formi. Það voru nokkrir frá á föstudaginn og ég ákvað því að spila því það vantaði menn. Staðan var 6-0 þegar ég kom inná. Ég gerði ekki mikið en það vantaði að þyngja miðjuna og ég notaði tækifærið og skellti mér inná."

,,Ég er góður í mínum aldursflokki þegar ég spila með 45 en þegar ég spila með 20 - 30 ára mönnum þá getur maður gleymt þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner