mán 27. apríl 2015 15:23
Hafliði Breiðfjörð
Feta íslensku félögin í fótspor Rosenborgar?
Mynd: VÍB
Á morgun klukkan. 08:30 halda VÍB og Fótbolti.net afar áhugaverðan fund í Hörpu um fjármál í fótbolta.

Nils Skutle, formaður norska félagsins Rosenborgar árin 1998 - 2011, heldur framsögu um ótrúlegt Evrópuævintýri og uppbyggingu félagsins og tekur þátt í umræðum um möguleika íslensku félaganna. Með Nils í panel verða þeir Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH og Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR.

Þessum fundi má áhugafólk um knattspyrnu alls ekki missa af, en meðal umræðuefna verða tekjumöguleikar, fjárfestingarþörf og möguleikar íslensku liðanna á að komast í riðlakeppnir Evrópudeildar og Meistaradeildar.

Frítt er á fundinn og skráning hafin.

Hægt verður að fylgjast með umræðunni á Twitter undir #VIBfotbolti

SKRÁNING
Athugasemdir
banner
banner
banner