Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. apríl 2015 20:56
Hafliði Breiðfjörð
Ítalía: Emils lausir Hellas Verona lögðu Fiorentina
Hellas Verona fékk þrjú stig í kvöld.
Hellas Verona fékk þrjú stig í kvöld.
Mynd: Getty Images
Fiorentina 0 - 1 Verona
0-0 Alessandro Diamanti ('67 , Misnotað víti)
0-1 Mounir Obbadi ('90 )

Þrátt fyrir að hafa verið án Emils Hallfreðssonar í kvöld vann Hellas Verona lið Fiorentina á útivelli í ítölsku Serie A deildinni í kvöld.

Það er álag á liði Fiorentina sem mætir Dynamo Kiev í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og þess vegna gerði Vincenzo Montella þjálfari liðsins nokkrar breytingar á liðinu.

Fiorentina átti samt að komast yfir á 67. mínútu þegar þeir fengu vítaspyrnu eftir að markvörður Verona braut á Gilaardino í teignum.

Rafael varði hinsvegar skot Alessandro Diamanti og enn markalaust. Það var svo í lok leiksins að varamaðurinn Mounir Obbadi tryggði sigur Verona eftir góðan samleik með öðrum varamanni, Lazaros Christodoulopoulos.

Eini leikur Fiorentina til að fá sæti í Meistaradeildinni að ári virðist ætlaað vera sigur í Evrópudeildinni og sér í lagi eftir tapið í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner