Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. apríl 2015 19:14
Arnar Geir Halldórsson
Sherwood: Þú ert að grínast er það ekki?
Mynd: Getty Images
Tim Sherwood, stjóri Aston Villa, var vonsvikinn í leikslok eftir 3-2 tap gegn Man City á Etihad leikvangnum í dag.

„Mér fannst við stjórna leiknum og það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið með okkur, en við fengum ekkert stig".

Christian Benteke fékk kjörið tækifæri til að koma Aston Villa í 3-2 en var flaggaður rangstæður, sem var ekki réttur dómur. Sherwood var skiljanlega pirraður út í aðstoðardómarann.

„Ég gat séð þaðan sem ég stóð að Christian Benteke var réttstæður og mér fannst þetta vera vítaspyrna og rautt spjald á Joe Hart".

„Þrátt fyrir lélega byrjun hafði liðið trú á því að við gætum spilað okkur í gegnum miðjuna. Ég var ánægður með frammistöðuna en ég get ekki verið ánægður með ákvarðanir sem kosta okkur stig".


Spilamennska Aston Villa hefur tekið stakkaskiptum síðan Sherwood tók við liðinu en þrátt fyrir það er liðið ekki laust við falldrauginn. Þegar hann var spurður út í það stóð ekki á svörum.

„Mér fannst við yfirspila þá. Helduru að við getum fallið þegar við spilum svona? Þú ert að grínast er það ekki?" sagði Sherwood kokhraustur.
Athugasemdir
banner
banner
banner