Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 26. apríl 2015 09:00
Arnar Geir Halldórsson
Van Gaal: Léleg byrjun kostaði okkur titilinn
Mynd: EPA
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, kennir lélegri byrjun á tímabilinu um að liðið sé ekki að berjast um titilinn.

„Við byrjuðum mjög illa. Ef við hefðum byrjað vel ættum við möguleika á titlinum", fullyrðir Hollendingurinn.

Man Utd vann aðeins þrjá af fyrstu tíu deildarleikjum sínum á tímabilinu en gott gengi eftir áramót hefur skilað liðinu í 4.sæti og er liðið í góðum möguleika á að ná Meistaradeildarsæti.

„Ég vona að við náum markmiðum okkar á þessu tímabili og munum spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. En við þurfum enn 15 stig í viðbót. Þetta er ekki komið".

Louis van Gaal fer með liðsmenn sína á Goodison Park í dag þar sem liðið mætir Everton.

Athugasemdir
banner
banner