sun 26. apríl 2015 22:40
Brynjar Ingi Erluson
Hazard valinn bestur - Kane besti ungi leikmaðurinn
Eden Hazard í leik með Chelsea
Eden Hazard í leik með Chelsea
Mynd: Getty Images
Eden Hazard, leikmaður Chelsea á Englandi, var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður ársins á Englandi en leikmenn deildarinnar greiddu atkvæði. Harry Kane er besti ungi leikmaður deildarinnar.

Hazard hefur verið magnaður í liði Chelsea á þessari leiktíð en hann hefur gert 13 mörk og 8 stoðsendingar.

David De Gea og Harry Kane veittu honum harða keppni um verðlaunin en hann hafði betur á endanum.

Harry Kane var þá valinn besti ungi knattspyrnumaður deildarinnar en sá hefur heldur betur látið ljós sitt skína á leiktíðinni.

Kane hefur gert 30 mörk í 47 leikjum í öllum keppnum á þessari leiktíð en hann er vel að titlinum kominn.
Athugasemdir
banner
banner
banner