Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. apríl 2015 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Enginn má leika í treyju númer 4 hjá Inter
Mynd: Getty Images
Internazionale á Ítalíu hefur ákveðið að leggja treyjunúmer 4 niður til heiðurs Javier Zanetti, fyrrum fyrirliða liðsins.

Zanetti, sem er í dag varaforseti Inter, lék á sínum tíma 858 leiki fyrir félagið á 19 ára ferli sínum þar.

Erick Thohir, eigandi liðsins, fannst því tilefni til þess að leggja treyunúmer hans niður en hann lék í treyju númer 4.

Það má segja að bestu tímar hans hafi verið undir stjórn Jose Mourinho en hann vann Meistaradeild Evrópu með liðinu árið 2010.
Athugasemdir
banner
banner