Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 27. apríl 2015 13:00
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Stjörnunnar: Hver verður fremstur?
Jeppe er aftur kominn til Stjörnunnar.
Jeppe er aftur kominn til Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson.
Veigar Páll Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Þá skoðum við líklegt byrjunarlið í upphafi móts. Íslandsmeisturum Stjörnunnar er spáð þriðja sætinu.



Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen fær það verkefni að fylla skarð Ingvars Jónssonar. Sveinn Sigurður Jóhannesson og Arnar Darri Pétursson hafa staðið vaktina í vetur en Gunnar samdi síðan við Stjörnuna á dögunum.

Niclas Vemmelund er horfinn á braut úr hægri bakverðinum og líklegt er að hinn ungi Þórhallur Kári Knútsson byrji þar. Heiðar Ægisson kemur einnig til greina og þá mun Jóhann Laxdal snúa aftur eftir krossbandsslit í sumar. Daníel Laxdal er á sínum stað í hjarta varnarinnar og Brynjar Gauti Guðjónsson er nú kominn við hlið hans. Hörður Árnason er áfram í vinstri bakverðinum.

Atli Jóhannsson missir af byrjun móts vegna meiðsla og því verða Þorri Geir Rúnarsson og Pablo Punyed væntanlega saman á miðjunni. Michael Præst mætir til leiks eftir nokkrar vikur og hann mun annað hvort spila á miðjunni eða í hjarta varnarinnar.

Veigar Páll Gunnarsson verður framarlega á miðjunni og á köntunum verða Halldór Orri Björnsson og Ólafur Karl Finsen. Halldór er mættur aftur og er gríðarlega styrkur. Ólafur átti frábært tímabil í fyrra. Margir ungir og efnilegir Garðbæingar bíða síðan á bekknum eftir að fá tækifæri.

Frammi verður samkeppni á milli Jeppe Hansen og Garðars Jóhannssonar um sæti í byrjunarliðinu. Jeppe raðaði inn mörkum fyrri hluta síðasta sumars með Stjörnunni en hann samdi að nýju við félagið í vetur. Garðar spilaði lítið í fyrra vegna meiðsla en hann er allur að koma til og byrjar væntanlega fyrsta leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner