Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. apríl 2015 09:45
Magnús Már Einarsson
KR-ingar hafa íhugað að fá fjárfesta til að hjálpa við leikmannakaup
Baldur á fundinum í dag.
Baldur á fundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, segir að félagið hafi í gegnum tíðina skoðað möguleika á að stofna fjárfestingafélag til að taka þátt í leikmannakaupum. Baldur sagði frá þessu á fundi VÍB og Fótbolta.net um fjármál í fótbolta í Hörpu í dag.

„Eitt sem við höfum skoðað og íhugað er módel sem sum félög í Skandinavíu eru með. Þá myndu fjárfestar taka þátt í að fjármagna leikmannakaup og samninga og fá í staðinn hluta af fjárhæðinni þegar og ef KR selur einhverja leikmenn," sagði Baldur.

„Við höfum ekki gert þetta og það þarf að íhuga ýmsa þætti í þessu. Eiga fjárfestarnir að hafa skoðun á því hvort að leikmennirnir eigi að vera í hóp til að mynda?"

Baldur segir að það hjálpi íslenskum félögum ekki að missa unga og efnilega leikmenn snemma út í atvinnumennsku, oft fyrir litla upphæð.

„Þetta er alltaf að verða erfiðara og erfiðara á Íslandi. Umboðsmenn bera ábyrgð þar því að sumir ungir og efnilegir leikmenn krefjast þess þegar þeir semja við sín félög að þeir geti farið erlendis."

„Þeir hafa klásúlur til að losna auðveldlega og þá hættir kerfið að virka hjá okkur. Við þurfum að selja 1-2 leikmenn á ári til að geta borgað leikmönnum og þjálfurum þau laun sem á þarf að halda. FH, KR og fleiri félög vilja ekki setja svona klásúlur í samninga hjá ungum leikmönnum en þetta verður alltaf erfiðara og erfiðara."

Athugasemdir
banner