Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. maí 2015 07:00
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: BBC 
Monk óttast ekki að missa leikmenn
Garry Monk er að gera frábæra hluti með Swansea.
Garry Monk er að gera frábæra hluti með Swansea.
Mynd: Getty Images
Garry Monk, stjóri Swansea, segist ekki óttast að missa sína bestu leikmenn í sumar.

Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Jefferson Montero og Ashley Williams gætu allir verið eftirsóttir af stærri félögum eftir að hafa spilað vel á tímabilinu.

Monk segir alla leikmenn sína hinsvegar skuldbundna félaginu og að þeir hafi allir sannað það. Segist hann ekki óttast að missa þá.

Nei alls ekki, leikmennirnir sem eru hér vilja vera hér áfram. Þeir hafa allir sýnt það með frammistöðum sínum," sagði Monk.

Ég hef rætt við þá og þeir eru mjög skuldbundnir félaginu."

Swansea líkur leik á tímabilinu gegn Crystal Palace á útivelli á sunnudag. Félagið hefur aldrei áður náð í jafn mörg stig og mun enda í 8. sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner