Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Sterling klárar samninginn
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, reiknar með því að Raheem Sterling klári samning sinn hjá félaginu.

Hinn tvítugi Sterling vill fara frá Liverpool en Aidy Ward umboðsmaður hans sagði í gær að leikmaðurinn myndi ekki einu sinni samþykkja nýjan samning upp á 200 þúsund pund í vikulaun.

„Raheem á tvö ár eftir af samningi sínum og ég býst við að hann klári þessi tvö ár," sagði Rodgers.

Liverpool hætti við að funda með umboðsmanni Sterling í dag vegna ummæla hans en Rodgers hefur litlar áhyggjur af málinu.

„Við viljum leysa þetta mál og þetta breytir ekki stöðu minni gagnvart honum. Það er ekkert vandamál hér," sagði Rodgers.

„Ég get ekki séð að Raheem sé ósáttur. Umboðsmaður Raheem hefur látið skýrt í ljós að hann vilji ræða málin eftir tímabil:"

„Einbeiting okkar er á síðasta leik tímabilsins og ég er viss um að við munu ræða saman í sumar."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner