Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. maí 2015 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Tæplega helmingur frá keppni hjá Fjarðabyggð
Brynjar Þór Gestsson þjálfar Fjarðabyggð.
Brynjar Þór Gestsson þjálfar Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það blæs ekki byrlega hjá Fjarðabyggð í upphafi tímabilsins en tæplega helmingur leikmanna liðsins eru komnir á meiðslalista auk þess sem þjálfarinn hefur ekki getað verið með liðinu í undanförnum leikjum.

Fjarðabyggð mætir Fram á Laugardalsvelli klukkan 14:00 á morgun og Brynjar Þór Gestsson þjálfari liðsins á erfitt með að smala í lið fyrir leikinn.

Stefán Eysteinsson, Emils Stefánsson, Hector Pena Bustamante, Jóhann Ragnar Benediktsson, Hákon Þór Sófusson, Ólafur Eyjólfsson, Nik Chamberlain og Andri Þór Magnússon eru allir meiddir.

Þetta eru 8 af 20 leikmönnum í hópi liðsins og því ljóst að aðeins 12 eru leikfærir á morgun. Enginn þeirra glímir við tognun heldur hafa allir meiðst við tæklingar og spörk í leikjum liðsins. Fimm af þessum átta leikmönnum verða frá keppni í fimm vikur.

Brynjar Þór hefur af persónulegum ástæðum misst af síðustu tveimur gegn KA og Leikni F í bikarnum og hefur ekki aðstoðarþjálfara. Því hefur Mark Duffield sem á son í liðinu hlaupið í skarðið en Brynjar Þór ætti að vera klár í slaginn gegn Fram á morgun.
Athugasemdir
banner
banner