Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. maí 2015 16:00
Magnús Már Einarsson
Stærsta tap Liverpool síðan 1963
Skelfileg kveðjustund.  Steven Gerrard í leiknum í dag.
Skelfileg kveðjustund. Steven Gerrard í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði 6-1 gegn Stoke í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Stoke var 5-0 yfir í hálfleik en Steven Gerrard náði að klóra í bakkann í kveðjuleik sínum.

Fyrrum Liverpool maðurinn Peter Crouch skoraði síðan sjötta mark Stoke.

Þetta er stærsta tap Liverpool í efstu deild síðan árið 1963 þegar liðið tapaði 7-2 gegn Tottenham.

Stoke City 6 - 1 Liverpool
1-0 Mame Diouf ('22 )
2-0 Mame Diouf ('26 )
3-0 Jonathan Walters ('31 )
4-0 Jonathan Walters ('41 )
5-0 Steven N'Zonzi ('45 )
5-1 Steven Gerrard ('70 )
6-1 Peter Crouch ('86 )
Athugasemdir
banner
banner