Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 25. maí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Markvörður Tindastóls með höfuðhlíf eins og Petr Cech
Michael í leik gegn Njarðvík á dögunum.
Michael í leik gegn Njarðvík á dögunum.
Mynd: Úr einkasafni
Mynd: Úr einkasafni
Þeir sem hafa fylgst með leikjum Tindastóls í 2. deildinni í sumar hafa tekið eftir að Michael Bathurst, markvörður liðsins, er með höfuðhlíf á hausnum líkt og Petr Cech markvörður Chelsea hefur verið með síðan hann höfuðkúbubrotnaði eftir samstuð við Stephen Hunt í leik gegn Reading árið 2006.

Michael þarf að vera með höfuðhlif eftir að hafa orðið fyrir samskonar meiðslum og Cech.

„Ég þarf að vera með hann af því að ég höfuðkúbubrotnaði í ágúst árið 2013. Mér hefur verið ráðlagt að vera með þetta út ferilinn," sagði Bathurst við Fótbolta.net.

„Þetta gerðist í leik hjá mér. Það kom stungusending og leikmaður elti boltann. Ég lagðist niður til að ná boltanum og eftir að ég náði honum kom maðurinn sem var á leið í boltann og sparkaði í höfuðið á mér."

Michael segir að höfuðhlífin sé ekki ósvipuð þeirri sem Cech spilar með hjá Chelsea og tékkneska landsliðinu.

„Þetta er svipað og hjá Petr Cech en þetta er ekki sama gerð. Ég held að Cech fái sérhannaða hlíf hjá Adidas en það er lúxus sem ég fæ ekki. Mín kemur beint úr búðarhillunni."

„Þegar ég byrjaði að nota höfuðhlífina þá var það óþægilegt og frekar pirrandi en núna hefur það engin áhrif á mig. Ég er vanur þessu og tek varla eftir þessu. Ég æfi líka með hlífina þegar við erum í æfingum sem eru án snertingar, því að ég vil ekki að það sé skrýtið að vera með hlífina þegar út í leik er komið."


Michael er frá Englandi en hann er ánægður með lífið á Sauðárkróki hingað til. „Ég hef bara verið á Íslandi í rúma viku en ég hef verið ánægður hingað til. Þetta er fallegt land og bæði leikmenn og starfsfólkið hjá Tindastóli hefur verið mjög vingjarnlegt," sagði Michael.
Athugasemdir
banner
banner