Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 27. maí 2015 10:25
Magnús Már Einarsson
Benzema til Man Utd eða Arsenal?
Powerade
Karim Benzema gæti verið á leið í enska boltann.
Karim Benzema gæti verið á leið í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Dani Alves.
Dani Alves.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru í miklu stuði þessa dagana enda nóg að gerast í boltanum.



Manchester United ætlar að berjast við Arsenal um Karim Benzema framherja Real Madrid en hann er metinn á 40 milljónir punda. (Guardian)

Manchester United vill líka fá Dani Alves frá Barcelona. (Daily Telegraph)

Paul Pogba, miðjumaður Juventus, hefur útilokað endurkomu til Manchester United en hann vill frekar fara til Barcelona eða Real Madrid. (L'Equipe)

Valencia hefur sagt Manchester United að félagið þurfi að borga að minnsta kosti 35 milljónir punda fyrir varnarmanninn Nicolas Otamendi. (Daily Star)

Eden Hazard er svo ánægður hjá Chelsea að hann vill vera áratug til viðbótar hjá félaginu. (London Evening Standard)

John Terry hefur ekki útilokað að feta í fótspor Frank Lampard og Steven Gerrard með því að spila í Bandaríkjunum. (Talksport)

Liverpool er að undirbúa tilboð í Christan Benteke framherja Aston Villa. Liverpool mun bjóða í hann eftir bikarúrslitaleik Aston Villa og Arsenal um helgina. (Times)

Leikmenn Liverpool fóru í þriggja daga frí saman til Dubai eftir 6-1 tapið gegn Stoke á laugardaginn. (Daily Mail)

Danny Ings, framherji Burnley, er sterklega orðaður við Liverpool en Tottenham hefur líka áhuga. (Independent)

Theo Walcott mun fara í samningaviðræður við Arsenal í þessari viku. (Daily Mirror)

Southampton þarf að borga 12,7 milljónir punda ef félagið vill fá miðjumanninn Jordy Clasie frá Feyenoord. (Daily Star)

Newcastle ætlar að bíða í nokkrar vikur með að ráða stjóra en Steve McClaren, Remi Garde og Michael Laudrup koma til greina. (Guardian)

Andy Carroll, framherji West Ham, vill ganga til liðs við Newcastle á nýjan leik í sumar. (Sun)

Leikmenn West Ham þurfa að mæta aftur til æfinga eftir sumarfrí þann 22. júní þar sem liðið hefur leik í Evrópudeildinni í júlí. (Daily Telegraph)

Antolin Alcaraz, varnarmaður Everton, er á förum frá félaginu í sumar. (Liverpool Echo)

Það ræðst í dag hvort Dick Advocaat muni stýra Sunderland áfram á næsta tímabili eða ekki. (Sunderland Echo)

Adam Federici, markvörður Reading, er að ganga frá þriggja ára samningi við Bournemouth. (Get Reading)

John Ruddy ætlar að vera áfram hjá Norwich í stað þess að fara til Chelsea og vera varamarkvörður fyrir Thibaut Courtois. (Daily Express)
Athugasemdir
banner