banner
   fim 28. maí 2015 15:38
Magnús Már Einarsson
50% líkur á að Ancelotti taki við AC Milan
Mynd: Getty Images
AC Milan hefur staðfest að félagið vilji fá Carlo Ancelotti til að taka við þjálfun liðsins af Filippo Inzaghi.

Ancelotti var rekinn frá Real Madrid fyrr í vikunni á meðan búist er við að Inzaghi missi starf sitt hjá AC Milan á næstu dögum.

Ancelotti stýrði AC Milan frá 2001 til 2009 en liðið vann Meistaradeildina undir hans stjórn árin 2003 og 2009.

„Lokafrestur fyrir hann til að svara er miðvikudaginn 3. júní," sagði Adriano Galliani varaforseti AC Milan.

„Carlo vildi taka sér árs frí frá þjálfun en við vonumst til að sannfæra hann um að taka við Milan. Hann sagði mér að líkurnar séu 50/50."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner