Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 28. maí 2015 18:00
Aðsendir pistlar
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Enska úrvalsdeildin - Breytt landslag
Aðsendir pistlar
Aðsendir pistlar
Manchester City fagnar marki.
Manchester City fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Roman Abramovich eigandi Chelsea.
Roman Abramovich eigandi Chelsea.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney leikmaður Manchester United.
Wayne Rooney leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Sergio Aguero og David Silva eru lykilmenn hjá Manchester City.
Sergio Aguero og David Silva eru lykilmenn hjá Manchester City.
Mynd: Getty Images
Síðan enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992 hafa 5 lið unnið titilinn á þeim tæpa aldarfjórðungi sem liðinn er. Þar er lið Manchester United afgerandi en á fyrstu árum úrvaldeildarinnar var Manchester United risi á knattspyrnusviðinu enska sama hvernig á það er litið. Liðið var langríkast með lang stærsta aðdáendahópinn. Í dag áætla menn að fjöldi stuðningsmanna þeirra sé á bilinu 0,6-0,7 milljarðar manna. Staða þeirra var ekki ósvipuð stöðu Beyern Munchen í þýskalandi í dag. Á leikmannamarkaði var liðið ekki í nokkurri samkeppni við önnur ensk lið og sótti sér þá leikmenn sem það taldi henta auk þess sem uppaldir leikmenn liðsins reyndust frábærlega á þessum árum. Arsenal (2) og Blackburn (1) komast þó óvænt upp fyrir United stöku sinnum á fyrsta áratug úrvaldsdeildarinnar.

Árið 2003 verður athyglisverð breyting á úrvalsdeildinni þegar Abramovich kaupir Chelsea. Vissulega höfðu menn séð ofurríka einstaklinga fjárfesta í liðum áður en með Abramovich kemur inn ný hugsun. Abramovich dældi peningum inn í Chelsea með það eina markmið að vinna og sýndi í fram á að hægt er að taka þokkalegan miðlungsklúbb í fremstu röð á skömmum tíma ef viljinn er fyrir hendi. Keppnistímabilið eftir að hann kaupir Chelsea lendir liðið í öðru sæti deildarinnar og árin tvö þar á eftir hampar liðið englandsmeistaratitlinum. Eitthvað nær United þó vopnum sínum í kjölfar þessarar óvæntu atburðarásar og vinnur titillinn í þrjú ár þar á eftir.

Árið 2008 kaupir Sheikh Mansour, auðjöfur frá Abu Dhabi hins vega Manchester City sem verður að teljast enn meira áfall fyrir Manchester United. Á ýmsu hafði gengið hjá Manchester City árin á undan en þegar þarna er komið sögu eru mörg jákvæð teikn á lofti hjá Manchester City. Þar ber fyrsta að nefna að félagið hafði eignast frábæra aðstöðu þegar þeir tóku við leikvanginum Manchester Stadium sem byggður var af Manchester borg fyrir samveldisleikana sem haldnir voru í Manchester borg árið 2002. Margir höfðu efasemdir um mátt peninganna þegar City átti í hlut og því er forvitnilegt að skoða hvort og þá hversu mikil áhrif þeirra eru á frammistöðu liðsins. Hinir nýju eigendur settu sér strax háleit langtímamarkmið og hafa hægt og bítandi verið að koma í verk ótrúlega vandaðri en á sama tíma áhrifamikilli framkvæmdaáætlun varðandi félagið. Tilfinningin sem gamlir og einlægir aðdáendur liðsins upplifa er sú að vegferðin sé rétt að byrja.

En kíkjum á árangurinn í ensku úrvaldseildinni síðustu fimm árin og berum hann saman við hin toppliðin þ.e. Manchester United, Chelsea, Arsenal og Liverpool. Það eru ýmsar leiðir færar en hér verður miðað við tölur úr stöðutöflun viðkomandi tímabila enda tala tölur sínu máli og um þær verður ekki deilt. Fegurð knattspyrnunnar og skemmtanagildi hefði vissulega verið áhugavert umfjöllunarefni en þar þyrfti að fjalla um smekk og um hann er lítið hægt að deila.

En aftur að tölfræðigreiningunni, það mun kannski koma einhverjum á óvart en það skiptir ekki máli hvaða tölfræði er skoðuð, Manchester City er fremst á öllum sviðum. Síðustu fimm tímabil ná yfir 190 leiki (38 x 5). Það lið sem flest stig hefur sótt á þessum tíma er Manchester City. Á sama tíma og liðið hefur unnið flesta leikina þá hefur það gert fæst jafnteflin og tapað fæstum leikjum. Stig liðsins eru að meðaltali yfir 2 á leik og eru lið City (2.12) og United (2.06) þau einu sem ná þeim árangri á þessu tímabili.

Sé markatalan skoðuð kemur í ljós að markatala liðsins er afgerandi best. Þannig skorar liðið langflest mörk allra liða að jafnaði á leik (2.13) og er eina liðið sem nær að skora fleiri en tvö mörk að meðaltali á leik þessi fimm tímabil. Varðandi vörn og markvörslu þá er City það lið sem fengið hefur á sig fæst mörk af þessum liðum eða 171 mark á meðan Chelsea hefur fengið á sig næst fæst mörkin eða 177. Þetta kann að koma spanskt fyrir sjónir þar sem áherslan á sóknarleik er mikil og hefur alltaf verið mikil hjá City liðinu en er samt staðreynd. Markamunurinn á þessum tíma er afgerandi bestur hjá City eða 233 mörk í plús á sama tíma og markamunurinn er 186 mörk hjá Manchester United sem er með næst besta markamuninn. Markamunurinn á hvern leik er langt yfir eitt mark hjá City og er liðið eina liðið sem kemst yfir eitt mark.

Væntanlega munu ýmsir segja að mörkin skipti ekki máli og stigin eingöngu að því marki sem þau gefa titla og því er rétt að skoða þá hlið líka. City hefur unnið deildina tvisvar á þessum síðustu fimm tímabilum sem hér er fjallað um sem er jafnoft og lið Manchester United. Lið Chelsea hefur unnið titilinn einu sinni en Arsenal og Liverpool aldrei. Ef við skoðum hins vegar í hvaða sætum liðin lenda að jafnaði þá stendur City sig afgerandi best þar. Þannig endar City að meðaltali í sæti 1.8. Undanfarin fjögur ár hefur liðið skipst á að sitja í fyrsta eða öðru sæti annað hvert ár en fyrir 5 árum varð 3 sætið hlutskipti þess. Lið United og Chelsea hafa að meðaltali lent í 3. sæti. Arsenal kemur þar allnokkuð fyrir aftan með sæti 3.6 að meðaltali. Liverpool er svo langt á eftir í þessum lið (sæti 5,8 að meðaltali) og reyndar í öllum þeim þáttum sem hér eru til greiningar að undirritaður velti því fyrir sér hvort rétt væri að hafa þá með í þessari úttekt.

Getur tölfræði af þessu tagi eitthvað hjálpað til við að spá fyrir um framtíðina? Vafalítið er varasamt að treysta um of á frammistöðu fyrri ára en þó eru margir sem telja að lið Manchester City og lið Chelsea muni koma til með að taka við forystuhlutverki meðal enskra liða næstu tímabilin. Það er a.m.k. ljóst að hjá Manchester City liðinu kemur ekkert annað til greina en að bæta við titlum og fátt sem getur komið í veg fyrir það nema hamlandi reglugerðir sem gera liðum sem ekki eiga ofurstóra aðdáendahópa (eins og Manchester United, Barcelona og Real Madrid) ókleyft að komast í fremstu röð.

Manchester United ætti að hafa möguleika til að bæta sig með sínar gríðarmiklu tekjur en samt veltir maður fyrir sér hvort gæði burðarása liðsins getið hamlað framförum.
Arsenal hefur farið mjög illa að ráði sínu undanfarin áratug. Þannig hefur Wenger ávallt leyft sínum skærustu stjörnum að fara yfir til helstu andstæðinga sinna á sama tíma og lítið hefur verið hugað að því að kaupa heimsklassaleikmenn. Harðasti kjarni áhangenda liðsins lítur svo á að Wenger hafi sett hagnað eigenda skör ofar árangri liðsins og eru býsna ósáttir. Það ósáttir að þeir leyfa sér að gera aðsúg að honum á götu úti. Vissulega veltir maður fyrir sér hvort liðið hefði ekki getað náð árangri sambærilegum við Beyern Munchen ef stefna liðsins hefði verið sambærileg á gullárunum, þá voru öll tækifæri til staðar til að snúa hlutverkum við og taka skrautfjaðrir annara klúbba til Highbury. Núverandi eigendur vilja breyta Arsenal úr liði sem sættir sig við 3-4 sætið og hafa jafnvel tekið fram í fyrir hendurnar á Wenger og keypt leikmenn að honum forspurðum. Ef þeim tekst að breyta hugsunarhætti Wengers gæti liðið komið sterkt inn en allt á það eftir að koma í ljós.

Um Liverpool er erfitt að dæma. Þar á bæ virðast menn hafa misst liðið niður í hálfgerða meðalmennsku að tímabilinu 2013/2014 undanskildu. Líklega eiga þeir langt í land með að komast upp að hlið forystuliðanna eins og t.d. Manchester City og Chelsea og í sjálfu sér ekkert sem bendir til þess að það muni breytast. Vallarmál og umgjörð í hálfgerðu óefni en styrkur félagsins liggur í miklum vinsældum en sá styrkur dugir skammt einn og sér.
Haraldur Haraldsson 

Hér fyrir neðan má sjá töflurnar sem greinin byggir á.
Athugasemdir
banner
banner