Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. maí 2015 19:30
Daníel Freyr Jónsson
Blatter ætlar að byggja upp orðspor FIFA á ný
Sepp Blatter.
Sepp Blatter.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sepp Blatter neitar að segja af sér sem forseti FIFA og ætlar sér að endurheimta traust fólks á sambandið.

Orðspor FIFA er í molum eftir handtöku hátt settra manna innan sambandsins í vikunni, en þrátt fyrir það mun Blatter bjóða sig fram til endurkjörs á morgun.

Það verður að falla í hendur mínar að að bera ábyrgð á góðu orðspori sambandsins," sagði Blatter í dag.

Ali bin al-Hussein Jórdaníuprins er eini mótframbjóðandi Blatter í kosningunum sem fram fara á morgun.

Blatter hefur stýrt FIFA frá árinu 1998.
Athugasemdir
banner
banner
banner