Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2015 19:23
Magnús Már Einarsson
Fékk tvö gul spjöld á 10 sekúndum - Litla systir fór í markið
Mist Elíasdóttir í leiknum í kvöld.
Mist Elíasdóttir í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mist Elíasdóttir, markvörður Aftureldingar, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Þór/KA í kvöld eftir að hafa fengið tvö gul spjöld með tíu sekúndna millibili.

Mist var ósátt með Vilhelm Adolfsson dómara leiksins og lét hann heyra það. Það skilaði sér í gulu spjaldi og Mist hélt þá áfram og fékk annað gult spjald og þar með rautt.

Í fyrra fékk Mist fjögur gul spjöld í fyrstu fjórum umferðunum í Pepsi-deild kvenna en hún sakaði þá dómara um að leggja sig í einelti.

„Mér finnst ég vera lögð í hálfgert einelti af mörgum dómurum deildarinnar. Sem að mínu mati er svolítið skrítið, þar sem þeir eiga að vera fulltrúar KSÍ, sem eru miklir talsmenn gegn einelti," sagði Mist meðal annars í viðtalinu í fyrra.

Þór/KA leiðir 3-2 gegn Aftureldingu þegar þetta er skrifað en Mist fékk rauða spjaldið á 51. mínútu í stöðunni 2-2.

Gná Elíasdóttir, sem er yngri systir Mistar, kom inn á í markið í hennar stað. Gná er einnig markvörður en hún er fædd árið 1998. Hún kom til Aftureldingar frá Keflavík rétt fyrir mót.

Sjá einnig:
„Lögð í hálfgert einelti af mörgum dómurum deildarinnar“
Athugasemdir
banner
banner
banner