Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 30. maí 2015 07:00
Stefán Haukur
Walcott: Arsenal ekki verið svona góðir í 10 ár
Walcott skoraði þrennu í síðasta leik.
Walcott skoraði þrennu í síðasta leik.
Mynd: Getty Images
Theo Walcott, leimaður Arsenal, vill meina að Arsenal hafi ekki haft svona góðan leikmannahóp í 10 ár.

Leikmenn Arsenal undirbúa sig nú undir bikarúrslitaleikinn gegn Aston Villa í dag en með sigri geta þeir unnið FA-bikarinn annað árið í röð.

Arsenal byrjaði tímabilið brösulega en hafa átt ótrúlegan seinni helming tímabils og enduðu þeir í þriðja sæti deildarinnar.

„Að lenda í þriðja sæti er bæting frá því í fyrra en eins og ég hef sagt áður þá þurfum við að vera að berjast um titilinn með þennan hóp,“ sagði Walcott í viðtali við talkSport.

„Ég hef verið hér í 10 ár og ég get sagt að þetta er besti hópur sem ég hef verið partur af.“

Walcott er nýkominn úr löngum meiðslum en hann skoraði þrennu í síðasta leik tímabilsins,

„Mig langar bara að spila og fá tækifæri um helgina því ég spilaði nokkuð vel í þessum leik,“ bætti Walcott við.
Athugasemdir
banner
banner