Liverpool hefur áhuga á Gordon - Það gæti bundið enda á vonir Arsenal um að fá Isak
   mán 27. september 2004 13:48
Magnús Már Einarsson
Lokahóf hjá þremur liðum
Mynd: Magnús Már Einarsson
Grindvíkingar héldu lokahóf sitt á Festi síðastliðið laugardalskvöld

Fjölbreytt og frábær skemmtiatriði voru á dagskrá þar sem áhorfendur fengu svo sannarlega tækifæri til að syngja, hlæja og dansa. Það má m.a. nefna hinn óborganlega Örn Árnason, Ragnheiði Gröndal. Freyr Sverrisson sá um veislustjórnina af mikilli festu með mörgum frábærum atriðum og sjónhverfingum. Að skemmtidagskrá lokinni léku Milljónamæringarnir fyrir dansi. Sinisa Kekic var valinn bestur hjá Grindavík og Óskar Örn Hauksson efnilegastur.


Lokahóf Fjölnis var haldið á Klúbbnum laugardaginn 18.september síðastliðinn. Semmtiatriði voru í höndum skemmtinefndar sem samanstóð af þeim Davíð Rúnarssyni, Einari Einarssyni og Gunnari V Gunnarsyni. Gestirnir lágu fram á borðin grenjandi úr hlátri þennan tæpa klukkutíma sem þau stóðu yfir. Hér að neðan má sjá verðlaun sem að voru veitt á lokahófi Fjölnismanna.


Lokhaóf Frey sem að er í þriðju deild var haldið laugardaginn 18.september og má sjá hér að neðan hverjir fengu verðlaun hjá þeim.


Efsta deild karla:

Grindavík
Besti leikmaður: Sinisa Kekic
Efnilegastur: Óskar Örn Hauksson
Markakóngur: Grétar Hjartarson

1.deild:

Þróttur R.
Bestur: Páll Einarsson
Efnilegastur: Andri Fannar Helgason

Breiðablik:
Bestur: Kjartan Antonsson
Efnilegastur: Ágúst Þór Ágústsson

Þór A.
Bestur: Atli Már Rúnarsson
Efnilegastur: Ibra Jagne

Völsungur
Bestur: Ásmundur Gíslason
Efnilegastur: Hermann Aðalgeirsson

Fjölnir
Besti leikmaður: Davíð Rúnarsson
Efnilegasti leikmaður: Þórir Hannesson
Markakóngur: Davíð Rúnarsson
Besti félaginn: Gunnar V. Gunnarsson

Haukar:
Bestur: Edilon Hreinson
Mikilvægastur: Ólafur Jón Kristinsson
Haukari ársins: Kristján Ómar Björnsson
Markahæstur: Sævar Eyjólfsson

2.deild

KS:
Bestur: Ragnar Haukur Hauksson.
Efnilegastur: Sigurbjörn Hafþórsson.

Leiknir:
Bestur: Steinarr Guðmundsson.
Efnilegastur: Halldór Kristinn Halldórsson.

ÍR:
Bestur: Kjartan Páll Þórarinsson.
Efnilegastur: Helgi Örn Gylfason.
Markahæstur: Arnar Þór Valsson - 6 mörk.
Bjössinn (besti mórallinn): Arnar Þór Valsson.

Tindastóll:
Bestur: Gísli Sveinsson.
Efnilegastir: Albert Sölvi Óskarsson og Aðalsteinn Arnarsson.

Selfoss:
Bestur: Arilíus Marteinsson.

Víðir:
Bestur: Rafn Markús Vilbergsson.
Efnilegastur: Björn Bergmann Vilhjálmsson.

3.deild

Huginn:
Bestur: Bjarni Hólm Aðalsteinsson.
Efnilegastur: Sveinbjörn Jónasson.

Fjarðabyggð:
Bestur: Goran Nikolic.
Efnilegastur: Halldór Hermann Jónsson.

Reynir Sandgerði:
Bestur: Guðmundur Gísli Gunnarsson.
Efnilegastur: Andrés Eggertsson.

Númi:
Bestur: Ómar Bendtsen.

Grótta:
Bestur: Daði Ólafur Elíasson.

ÍH:
Bestur: Viðar Guðmundsson.
ÍH-ingur ársins: Hörður Harðarson.

Árborg:
Bestur: Jakob Björgvin Jakobsson.
Efnilegastur: Jakob Björgvin Jakobsson.

Freyr:
Mikilvægasti leikmaður: Ari Klængur Jónsson
Besti leikmaður: Gunnar Valberg Pétursson
Efnilegasti leikmaður: Almar Enok Ólafsson
Framfarir: Bergvin Böðvarsson
Ástundun: Gunnar Valberg Pétursson
Vinsælasti strákurinn: Eiríkur Már Rúnarsson
Súkkulaði ársins: Pálmi Þór Þorvaldsson
Gamlingi ársins: Halldór Páll Kjartansson

1.deild kvenna:

Þróttur.R:
Best: Tinna Rúnarsdóttir
Efnilegust: Elísa Ósk Viðarsdóttir


Sendu okkur tölvupóst ef þú hefur fleiri upplýsingar um viðurkenningar á lokahófum.
Athugasemdir
banner
banner
banner