Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 15. júní 2015 13:15
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Upptaka - Raggi Sig í viðtali: Ómetanlegt að vera hluti af þessu
Icelandair
Ragnar hendir sér í tæklingu í leiknum á föstudag.
Ragnar hendir sér í tæklingu í leiknum á föstudag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar hefur verið frábær í undankeppni EM.
Ragnar hefur verið frábær í undankeppni EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það kom á óvart hvað þeir voru bitlausir og voru ekki að gera neitt. Þeir voru ekkert að skapa sér færi," sagði Ragnar Sigurðsson í skemmtilegu viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu um helgina.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan

Ragnar átti enn einn stórleikinn á föstudag þegar Ísland vann magnaðan sigur gegn Tékklandi og er nú í dauðafæri á að komast í lokakeppni.

„Það var óheppni að við lentum undir því þeir voru ekkert betri en við. Við vorum bara með svör við öllu og kláruðum leikinn. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvernig er að vera hluti af þessu. Þetta er ómetanlegt."

„Með allan þennan stuðning og vitandi að aðrir væru að horfa á þetta í sjónvarpinu heima. Tilfinningin að vita að þjóðin er svona stolt af okkur er frábær."

Allt annað dæmi með þessa þjálfara
Ragnar hrósar þjálfurunum Lars Lagerback og Heimi Hallgrímssyni mikið.

„Það verður bara að segjast, og ég er ekki að reyna að sleikja þjálfarana mína upp, en þeir eru bara með þetta á hreinu. Þeir vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Það er svo mikilvægt í svona leik að vita nákvæmlega hvernig við ætlum að svara því sem þeir gera. Það var allt klárt fyrir þennan leik," sagði Ragnar.

„Eyjólfur Sverrisson var maðurinn sem hafði fyrst trú á mér sem landsliðsþjálfari og lét mig beint inn í liðið. Mér gekk bara mjög vel. Liðið á þeim tíma var ekki eins samstillt eins og það er. Svo kemur Óli Jó og hann hafði ekki mikla trú á mér og lét aðra menn spila. Ég spilaði sárafáa landsleiki á einhverjum fjórum árum."

„Það er geðveikur fílingur í þessum hóp og svo erum við náttúrulega komnir með þessa þjálfara. Þetta er bara allt annað dæmi, að vera með Óla Jó eða Lars og Heimi. Því miður verð ég bara að viðurkenna það,"

Allir vinir í liðinu
„Það eru allir svo góðir vinir í þessu liði. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Ég hef verið í mörgum liðum og það eru alltaf einhverjir sem fara í taugarnar á manni en í landsliðinu eru allir svo góðir vinir og bera virðingu fyrir hvor öðrum." sagði Ragnar.

„Ég var einmitt að hugsa að ef ég yrði tekinn út úr liðinu og fengi ekki að spila þá myndi ég halda með liðinu af bekknum. Það yrði í fyrsta skipti. Þegar þú ert á bekknum sem varnarmaður viltu venjulega að hafsentarnir verði ömurlegir svo ég spili næsta leik. Fyrir mér hugsar þú svona sem alvöru atvinnumaður. En í þessu liði myndi ég samt vilja að liðið myndi vinna þó ég yrði tekinn út. Maður er svo stoltur af því sem er í gangi og þetta er í fyrsta sinn á ferlinum sem mér líður svona."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar talar Ragnar meðal annars um hvernig sigrinum á föstudag var fagnað, samstarf hans og Kára Árnasonar, hve ánægður hann sé í Rússlandi og kassamerkið #RealTalkRaggi.

Sjá einnig:
Smelltu hér til að hlusta á þáttinn í heild
Athugasemdir
banner
banner