Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
   mán 22. júní 2015 14:55
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Miðverðir Vals í viðtali: Tala saman á dönsku
Thomas og Orri eftir viðtalið.
Thomas og Orri eftir viðtalið.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Orri í leik með Val á Hlíðarenda.
Orri í leik með Val á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas í leik gegn FH.
Thomas í leik gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Miðverðir Vals, Thomas Guldborg Christensen og Orri Sigurður Ómarsson, voru gestir í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 á laugardag en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.

Orri hefur komið öflugur inn í Pepsi-deildina en þessi ungi leikmaður er uppalinn hjá HK. Hann var í þrjú ár hjá AGF í Danmörku.

„Fyrstu tvö árin voru frábær og ég að spila með U19 og varaliðinu og ég fékk mjög góða þjálfun. Ég spilaði alla leiki í minni stöðu en svo kemur síðasta árið 2014. Það er eiginlega mjög lélegt og leiðinlegt ár fyrir mig hjá AGF," sagði Orri í viðtalinu.

Var stundum ekki með á æfingum
Það tímabil lék Orri áfram með U19 liðinu en samkvæmt reglum mega tveir leikmenn yfir aldri spila með því liði. Orri var því að spila með yngri leikmönnum. Auk þess spilaði hann með varaliðinu.

„Ég var með þrjá þjálfara hjá AGF á árinu 2014. Fyrsti þjálfarinn var rekinn eftir einn leik í deildinni eftir að hafa verið með okkur allt undirbúningstímabilið. Gamli U19 þjálfarinn minn tók við en hann segir mér að það sé svo mikil pressa að hann verði eiginlega að nota leikmennina sem stjórnin vill að hann noti."

„Svo töpuðum við einhverjum átta leikjum í röð, við föllum og hann var rekinn. Ekki nóg með það heldur var allt þurrkað út, stjórnarmenn, allir yngri flokka þjálfarar og allt. Það var meiraðsegja nýr vallarstjóri," sagði Orri en AGF er stórt félag þar sem pressan er mikil.

„Ég átti hálft ár eftir af samningi mínum og þjálfarinn sem tekur við, Morten Wieghorst, er frábær þjálfari en var ekki alveg að treysta á mig. Það var líka pressa á honum að koma liðinu beint upp í úrvalsdeild og keyptir voru leikmenn yfir þrítugt til að fá reynslu. Þegar ég átti tvo mánuði eftir sagðist hann vilja framlengja við mig um hálft ár. En það var verið að spila mér í bakverði á æfingum og stundum var ég ekki með því við vorum of margir. Ég hugsaði að þetta gengi ekki og ég kom heim."

Staðan sem ég ætti að einbeita mér að
Orri segir það yndislegt að vera kominn til Íslands og hann sé að njóta sín vel. Hann hefur leikið sem miðvörður en getur einnig spilað sem hægri bakvörður eins og hann gerði í síðustu undankeppni U21-landsliðsins.

„Ég ákvað að vilja spila sem miðvörður, taka bara þá ákvörðun að þetta væri staðan sem ég ætlaði að spila. Ég fundaði með nokkrum mönnum sem vita mikið um fótbolta og þeir sögðu mér að þetta væri staðan sem ég ætti að einbeita mér að í framtíðinni."

Thomas Guldborg er danskur miðvörður sem hefur komið gríðarlega sterkur inn í Valsliðið en hann var áður í herbúðum Hammarby í Svíþjóð.

„Ég fékk ekki þann spiltíma sem ég vildi og það fór í taugarnar á mér. Þegar ég fékk tækifæri til að koma til Íslands og upplifa nýtt fótboltaumhverfi og nýju landi hugsaði ég að það yrði skemmtileg reynsla fyrir mig," sagði Orri en Hammarby er þekkt fyrir afar öfluga stuðningsmenn.

„Það var heiður að fá að spila fyrir svona frábært félag með jafn magnaða stuðningsmenn. Við vorum með bestu mætingu allra félaga í Skandinavíu. Maður vill gera allt til að standa sig fyrir framan þessa stuðningsmenn."

Hann er ánægður með samvinnuna með Orra.

„Við erum að ná mjög vel saman. Það var ánægjuefni fyrir mig að koma inn og fá Íslending við hlið mér sem talar dönsku. Orri er mjög góður leikmaður og við skiljum hvorn annan mjög vel. Miðað við aldur er hann mjög þroskaður leikmaður," segir Thomas.

Viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.

Sjá einnig:
Smelltu hér til hlusta á þáttinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner