Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 30. júní 2015 09:45
Elvar Geir Magnússon
Liverpool nálægt því að fá þrjá
Powerade
 Ludwig Augustinsson er orðaður við Liverpool.
Ludwig Augustinsson er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
William Carvalho til Arsenal?
William Carvalho til Arsenal?
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan dag. Það er komið að slúðurpakka dagsins en BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Chelsea hefur gert 6 milljóna punda tilboð í markvörðinn Asmir Begovic hjá Stoke City. Bláliðar vilja fá hann í stað Petr Cech (33 ára) sem er kominn til Arsenal. (Telegraph)

Tottenham gæti boðið Aston Villa að fá sóknarmanninn Emmanuel Adebayor (31) sem hluta af tilboði í belgíska framherjann Christian Benteke (24). (Daily Mirror)

West Ham gæti reynt að fá Fabio Borini (24) frá Liverpool en Liverpool gæti reynt að nota leikmanninn sem beitu til að fá Benteke. (Independent)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er nálægt því að krækja í þrjá leikmenn. Það eru hægri bakvörðurinn Nathaniel Clyne (24) hjá Southampton, hollenski vængmaðurinn Bobby Adekanye (16) hjá Barcelona og vinstri bakvörðurinn sænski Ludwig Augustinsson (21) hjá FC Kaupmannahöfn. (Daily Star)

Manchester City íhugar að gera tilboð í brasilíska hægri bakvörðinn Fabinho (21) hjá Mónakó. Þessi 21 árs leikmaður myndi kosta City um 15 milljónir punda. (Daily Mail)

Edin Dzeko, Bosníumaðurinn hjá Manchester City, er tilbúinn að taka á sig launalækkun til að ganga í taðir Roma. (Daily Mirror)

Bastian Schweinsteiger (30) vill vera áfram hjá Bayern München en Manchester United hefur áhuga á honum. Hann vill vinna Meistaradeildina og fjórða Þýskalandsmeistaratitilinn í röð með Bæjurum. (Sport1)

Þar sem United mun ekki fá Schweinsteiger mun félagið leggja áherslu á að krækja í Morgan Schneiderlin, franska miðjumanninn hjá Southampton. (Daily Express)

Douglas Costa, framherji Brasilíu og Shaktar Donetsk, segir að Þýskalandsmeistarar Bayern München vilji fá sig í sínar raðir. (Guardian)

Arsenal hefur hætt tilraunum sínum til að landa miðjumanninum Arturo Vidal (28) frá Juventus. (Telegraph)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, leggur áherslu á að fá portúgalska miðjumanninn William Carvalho (23) frá Sporting Lissabon. (London Evening Standard)

Everton hefur áhuga á að fá enska hægri bakvörðinn Sam Byram (21) frá Leeds United en Manchester United hyggst reyna að fá Seamus Coleman (26) frá Everton. (Daily Express)

West Ham gerir þá kröfu á Slaven Bilic, nýjan stjóra félagsins, að landa einu af átta efstu sætunum á sínu fyrsta tímabili. Hann verður rekinn án eftirmála ef liðið fellur. (Sun)

West Ham vill fá miðvörðinn Aymen Abdennour (25) frá Mónakó og kamerúnska miðjumanninn Alex Song (27) frá Barcelona. Song var á lánssamningi á Upton Park síðasta tímabil. (Daily Mail)

Louis van Gaal, stjóri Manchester United, hefur sagt David de Gea markverði að snúa aftur til æfinga á mánudaginn. De Gea vill ganga í raðir Real Madrid. (Daily Star)

Tyrkneski miðjumaðurinn Arda Turan mun yfirgefa Atletico Madrid en hann mun tilkynna um framtíð sína á komandi dögum. Samkvæmt umboðsmanni hans hafa Barcelona, Paris St-Germain og Manchester United verið orðað við þennan 28 ára leikmann. (NTVSpor)

Stoke hefur sýnt áhuga á vængmanninum Stewart Downing, vængmanni West Ham, rétt eins og Newcastle, Leicester, Sunderland og Middlesbrough. (Sun)

West Brom gæti gert Charlie Austin (25), sóknarmann QPR, að dýrasta leikmanni félagsins. Austin er metinn á 15 milljónir punda. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner