mið 01. júlí 2015 19:15
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Sunderland 
Sunderland kaupir Coates af Liverpool (Staðfest)
Coates sáttur með skiptin
Coates sáttur með skiptin
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarliðið Sunderland hefur keypt úrúgvæska varnarmanninn, Sebastian Coates, frá Liverpool.

Coates þekkir vel til hjá Sunderland þar sem hann var á láni hjá félaginu stærstan hluta síðustu leiktíðar. Hann mátti þó verma varamannabekkinn löngum stundum en kom inn í liðið þegar Dick Advocaat tók við liðinu og hjálpaði Sunderland að halda sæti sínu í deildinni.

Þetta eru fyrstu kaup Sunderland í sumar en Advocaat ákvað nýverið að hætta við að hætta og mun því stýra liðinu á næstu leiktíð.

Coates byrjaði aðeins 17 leiki á sínum ferli hjá Liverpool en miklar vonir voru bundnar við hann á sínum tíma enda þótti hann einn efnilegasti varnarmaður heims.

Þessi stóri og stæðilegi miðvörður er 24 ára gamall og gerir fjögurra ára samning við Sunderland. Kaupverðið er talið vera í kringum þrjár milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner