mið 01. júlí 2015 19:30
Arnar Geir Halldórsson
1. deild kvenna: Yfirburðir Völsungs halda áfram - 42 mörk í plús
Hafrún í leik með Þór/KA síðasta sumar. Hún hefur farið mikinn í 1.deildinni í ár
Hafrún í leik með Þór/KA síðasta sumar. Hún hefur farið mikinn í 1.deildinni í ár
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Völsungur 7-0 Sindri
1-0 Hafrún Olgeirsdóttir (´25)
2-0 Berglind Ósk Kristjánsdóttir (´32)
3-0 Hafrún Olgeirsdóttir (´58)
4-0 Hafrún Olgeirsdóttir (´68)
5-0 Hafrún Olgeirsdóttir (´69)
6-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('77)
7-0 Berglind Ósk Kristjánsdóttir (´79)

Völsungskonur unnu enn einn stórsigurinn í kvöld þegar Sindrakonur voru í heimsókn á Húsavík en liðin leika í C-riðli 1.deildar kvenna.

Það var aldrei spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda heldur aðeins spurning hversu stór hann yrði.

Fór svo að lokum að Völsungur skoraði sjö mörk en gestirnir ekkert. Hafrún Olgeirsdóttir var atkvæðamest í liði heimakvenna en hún gerði fernu.

Húsavíkurliðið hefur skorað 43 mörk í deildinni í sumar og aðeins fengið á sig eitt mark.

Völsungur er því með 18 stig að loknum sex leikjum og hefur sex stiga forskot á Hamrana frá Akureyri en Hamrarnir eiga tvo leiki til góða. Þessi lið mætast einmitt í toppslag riðilsins í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner