Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. júlí 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Heimild: Chelsea 
Mourinho vildi ekki missa Petr Cech
Mourinho mun sakna Cech
Mourinho mun sakna Cech
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, sér á eftir tékkneska markverðinum Petr Cech sem gekk í raðir Arsenal á mánudaginn.

„Petr hefur verið frábær fyrir Chelsea í 11 ár og hjálpað liðinu að vinna næstum allt sem hægt er að vinna”, segir Mourinho í pistli á heimasíðu Chelsea.

Arsenal borgaði 11 milljónir punda fyrir Cech sem missti sæti sitt til Thibaut Courtois á síðustu leiktíð. Mourinho viðurkennir að hann hafi ekki viljað selja Tékkann en hann styður engu að síður ákvörðun félagsins.

„Ég hef alltaf sagst vilja halda honum en ég skil að Petr telji sig þurfa að fara til að fá meiri spilatíma. Stundum verður maður að virða óskir þeirra sem hafa unnið sér inn virðingu með frábærri þjónustu í þágu félagsins”.

Cech mun klárlega koma til með að styrkja lið Arsenal í toppbaráttunni og einhverjir stuðningsmenn Chelsea eru óánægðir með að hann skuli seldur til liðs sem er í samkeppni við Chelsea.

„Ég styð ákvörðun eigandans að leyfa leikmanninum að fara sína leið. Það er ekki algengt í fótboltanum að svona ákvarðanir séu teknar og ég er stoltur af mínu félagi að taka þessa ákvörðun. Það eru ekki mörg félög í heiminum sem eru svo stór að geta tekið svona ákvarðanir”, segir Mourinho og þakkar Cech fyrir góða þjónustu.

„Við munum ekki gleyma afrekum Petr og þökkum honum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur”.
Athugasemdir
banner