fim 02. júlí 2015 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 101gg 
Ótrúleg saga Martunis sem var að skrifa undir hjá Sporting
Martunis var bara barn þegar líf hans gjörbreyttist vegna náttúruhamfaranna ógurlegu í Asíu.
Martunis var bara barn þegar líf hans gjörbreyttist vegna náttúruhamfaranna ógurlegu í Asíu.
Mynd: laacib.net/google
Mynd: Getty Images
Sporting CP kynnti nýjan leikmann á dögunum, 17 ára gamlan strák frá Indónesíu sem heitir Martunis.

Saga þessa stráks er ótrúleg og var fyrst sögð fyrir rúmlega tíu árum síðan og kom meðal annars fyrir á vefsíðu Fótbolta.net.

Martunis lenti illa í flóðbylgjunum í Asíu fyrir tíu árum en lifði hörmungarnar af án aðstoðar í þrjár vikur, þar sem hann borðaði þurrkaðar núðlur og drakk óhreint vatn.

Martunis missti móður sína og tvær systur í flóðunum en saga hans komst í fréttirnar og vakti heimsathygli.

„Ég var ekkert hræddur þegar þetta var allt í gangi vegna þess að eina sem ég hugsaði um var að lifa af til að hitta fjölskylduna mína aftur og spila fótbolta," sagði Martunis eftir að hafa skrifað undir hjá Sporting.

Martunis var klæddur í portúgalska landsliðsbúninginn með treyjunúmerið 10, sem goðsögnin Rui Costa notaði.

Eftir að drengurinn komst í fréttirnar fyrir tíu árum voru nokkrar stórstjörnur knattspyrnuheimsins sem hjálpuðu honum og borgaði Cristiano Ronaldo til að mynda fyrir endurbyggingu á húsi fjölskyldu hans.

Stórstjörnur á borð við Nuno Gomes og Luis Figo hjálpuðu Martunis og eftirlifandi fjölskyldu hans og fékk strákurinn auk þess að hitta portúgalska landsliðið, enda hafði hann sagst vilja vera portúgalskur landsliðsmaður þegar hann yrði stór.

Sporting CP er uppeldisfélag Cristiano Ronaldo sem er sá leikmaður sem Martunis lítur mest upp til í dag, að eigin sögn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner