lau 04. júlí 2015 08:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Daily Mail 
Síle notar PlayStation til að stöðva Messi
Verður Messi Suður-Ameríku meistari í ár?
Verður Messi Suður-Ameríku meistari í ár?
Mynd: Getty Images
ChileSílestöðva framherjan Lionel Messi mun Síle notast við PlayStation.

Frægt er þegar Arsene Wenger, þjálfari Arsenal lýsti Messi sem PlayStation leikmanni en ekki er talið að neinn hafi notað þessa tækni áður í að leikgreina andstæðingana.

„Við erum með eftirlíkingar forrit sem notar PlayStation tækni og leyfir leikmönnum að færa liðið um völlinn með því að nota PlayStation fjarstýringu. Við getum sagt við leikmenn að við munum pressa í 4-4-2 og búnaðurinn sýnir okkur hvernig það er að fara að virka"

Þessi taktík hefur einnig verið notuð hjá Síle til að bæta frammistöðuna í sókninni og Alexis Sanchez hefur eytt fleiri tímum en flestir í að pæla í andstæðingum með þessum hætti.

„Það er ekki auðvelt að stjórna Messi. Hann hefur svo mikla hæfileika að þú veist ekkert hvað hann gerir næst. Okkar sterkasta vopn er að við spilum sem heild. Við verðum að einbeita okkur og vera viss um að við metum Leo sem jafningja."

„Við verðum að gera okkur grein fyrir að þeir hafi aðra góða leikmenn. Við verðum að passa allt argentíska liðið og ekki bara Messi. Argentína hefur spilað vel sem lið í keppninni og við munum reyna að sigra liðið þeirra"

Athugasemdir
banner
banner