Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   sun 05. júlí 2015 13:45
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Skúli Jón: Hundleiðinlegt að tapa í bikar
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg að gerast hjá KR þessa dagana en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cork í Írlandi í fyrri viðureign þessara liða í undankeppni Evrópudeildarinnar.

„Okkur leið vel á Írlandi og úrslitin voru allt í lagi. Við erum bara ferskir. Cork fór nokkuð langt í þessum fyrri leik á stemningu enda í fyrsta sinn í langan tíma í Evrópukeppni. Það var fullt af fólki á vellinum en liðið sjálft er ekkert svakalegt, á eðlilegum degi eigum við að vinna þetta lið. Það væri lélegt finnst mér ef við náum ekki að klára þetta lið," segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, en hann var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

Í kvöld sunnudagskvöld er stórleikur KR og FH í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 20.

„Ég held að bæði lið séu í mjög svipaðri stöðu. Þau voru að koma úr nánast sama ferðalagi og þetta verður mjög erfiður leikur en hörkustuð. Það er hundleiðinlegt að tapa í bikar og við ætlum ekkert að byrja á því. Við ætlum okkur þennan bikar," segir Skúli en KR er gríðarlega mikið bikarlið. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa unnið bikarinn þrisvar á síðustu fjórum árum.

Í liðinni viku var það staðfest að miðjumaðurinn Jacob Schoop verður áfram með KR út tímabilið.

„Við erum mjög ánægðir með hann og hann virðist mjög ánægður með liðið. Ég vissi það innst inni að hann vildi vera áfram og ég var alltaf rólegur. Það er samt gott að fá undirskriftina á pappírinn. Menn eru mjög ánægðir."

Á dögunum var opinberaður listi yfir kynþokkafyllstu leikmenn deildarinnar og var Skúli á þeim lista.

„Ég var ekki ánægður með að vera fyrir neðan Jacob á þessum lista. Það var það eina sem eyðilagði þetta," segir Skúli kíminn en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner