sun 05. júlí 2015 22:53
Elvar Geir Magnússon
Heimir Guðjóns: Þorðum ekki að halda boltanum
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í fyrri hálfleik þorðum við ekki að halda boltanum innan liðsins. Við gerðum það betur í seinni hálfleik," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-1 tap gegn KR í Borgunarbikarnum. Þá segist hann ekki ánægður með færanýtinguna hjá sínu liði.

Miðjan hjá FH var undir í kvöld og því vel við hæfi að spyrja Heimi hvort hann hafi ekki viljað fá meira út úr miðjumönnunum í kvöld?

„Það vantaði aðeins upp á að flytja boltann á milli en við gerðum það betur í seinni hálfleik. Mér fannst sigurinn getað dottið hvoru megin sem var. Bæði lið áttu góða kafla. Við fengum nóg af færi."

Heimir vildi ekki meina að Evrópuleikur FH í Finnlandi hafi setið í mönnum.

„Nei það fannst mér ekki. Þetta var fremur auðvelt ferðalag fyrir leikmennina."

Miðað við velgengni FH undanfarin ár hefur árangurinn í bikarnum ekki verið upp á marga fiska. Er einhver sérstök skýring á því?

„Ég held að það sé bara erfitt að segja það strax eftir leik. En þetta eru vonbrigði, það er engin spurning," segir Heimir.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner